UM OKKUR

VINALIÐAVERKEFNIÐ

Skólaárið 2012 - 13 hóf Árskóli þátttöku í norsku verkefni, Trivselsprogrammet eða Vinaliðaverkefninu, ásamt öðrum skólum í Skagafirði. Var það liður í viðleitni skólanna til að hvetja nemendur til meiri þátttöku í afþreyingu og almennri hreyfingu í frímínútum og skapa um leið betri skólaanda.

Í Vinaliðaverkefninu setja ákveðnir nemendur, Vinaliðar, upp leiki og afþreyingu í frímínútum fyrir skólafélaga sína. Vinaliðarnir eru valdir af bekkjarfélögum og umsjónarkennurum og er hlutverk þeirra, auk þess að sjá um leikina, að fylgjast með samnemendum, veita þeim athygli sem eru einir og láta vita ef þeir verða varir við útilokun, einelti eða annað sem valdið getur nemendum vanlíðan.

Markmið Vinaliðaverkefnisins er forvörn gegn einelti, aukin hreyfing og leiðtogaþjálfun.

Vinaliðaverkefnið gengur út á það að hvetja nemendur til meiri þátttöku í afþreyingu í frímínútunum og skapa betri skólaanda. Aðal markmiðið með þessu verkefni er að bjóða öllum nemendum skólans fjölbreyttara úrval affþreyingar í löngu frímínútum, þannig að bæði yngri og eldri nemendur skólans finni eitthvað við sitt hæfi. Markmið okkar er að allir nemendur skólans hlakki til að mæta í skólann sinn, alla daga.

Árskóli er móðurskóli fyrir Vinaliðaverkefnið á landsvísu og aðstoðað aðra skóla við innleiðingu þess.

Um 50 skólar á landsvísu taka þátt í verkefninu.