Vinaliðaverkefnið í sókn

Eftir heimsfaraldur og allt sem honum fylgdi fer vinaliðaskútan á fulla siglingu í haust. Við ætlum okkur að sigla á eins mikilli ferð og skútan kemst og stoppa á sem flestum stöðum á landinu.
Vonandi fjölgar farþegum á hverjum stað og fleiri skólar gangi til liðs við okkur. Það hefur sannað sig að þetta verkefni skilar árangri.
í September koma eigendur verkefnisins til Íslands og verða með ráðstefnu í Reykjavík, svo fara námskeið af stað í skólunum eftir það. Margt á döfinni hjá okkur og spennandi að vera hluti af vinaliðasamfélaginu.
Heimasíðan er einnig í vinnslu og verður uppfærð meira fyrir haustið. Stofnuð hefur verið facebooksíða vinaliða. https://www.facebook.com/vinali.ar.2023/